Chriz Brazell var í gær látinn fara sem þjálfari Gróttu. Liðið er í botnsæti deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir. Liðið er með jafnmörg stig og Dalvík/Reynir en verri markatölu. Botnliðin mættust á laugardag og höfðu Dalvíkingar betur á Vivaldivellinum.
Þorsteinn Ingason, formaður fótboltadeildar Gróttu, vísaði í tilkynningu félagsins þegar spurt var út í ákvörðun gærdagsins.
Þorsteinn Ingason, formaður fótboltadeildar Gróttu, vísaði í tilkynningu félagsins þegar spurt var út í ákvörðun gærdagsins.
Var byrjað að ræða einhverjar mögulega þjálfarabreytingu fyrir leikinn gegn Dalvík/Reyni?
„Þetta er ákvörðun sem á sér mjög skamman aðdraganda. Þetta var ekki á dagskrá fyrir síðasta leik," segir formaðurinn.
Siggi Raggi orðaður við starfið
Stjórn Gróttu er að leita að nýjum þjálfara og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem síðast þjálfaði lið Keflavíkur, hefur verið orðaður við starfið. Þorsteinn vildi ekki tjá sig um einstaka nöfn. Ekki náðist í Sigga Ragga við vinnslu þessarar fréttar.
Þorsteinn segir það algjörlega óráðið þegar hann er spurður hvort að leitað sé að þjálfara til þess að stýra liðinu út tímabilið eða lengra fram í tímann
„Eins og staðan er núna þá getum við gert ekki annað en að plana í mesta lagi dag fram í tímann. Það er æfing í kvöld og leikur á miðvikudag. Við tökum bara dag fyrir dag í þessu."
Aðstoðarþjálfarinn, Dom Ankers, og markmannsþjálfari meistaraflokks, Simon Toftegaard Hansen, eru áfram starfsmenn Gróttu og munu þeir stýra æfingu kvöldsins.
Næsti leikur Gróttu er á útivelli gegn Þrótti á miðvikudag.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir