Grótta tilkynnti í kvöld að Chris Brazell hafi verið rekinn úr starfi þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu.
Grótta er í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 16 leiki og en liðið tapaði 2 - 3 heima gegn Dalvík/Reyni í gær. Það virðist hafa verið síðasta hálmstráið og félagið ætlar að róa á önnur mið.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við af honum en það verður tilkynnt innan tíðar.
Grótta er í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 16 leiki og en liðið tapaði 2 - 3 heima gegn Dalvík/Reyni í gær. Það virðist hafa verið síðasta hálmstráið og félagið ætlar að róa á önnur mið.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við af honum en það verður tilkynnt innan tíðar.
Tilkynning Gróttu
Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu hefur ákveðið að Chris Brazell láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Stjórn telur nauðsynlegt að ráðast í breytingar á þessum tímapunkti en Gróttuliðið er í harðri fallbaráttu nú þegar fjórðungur er eftir af Lengjudeildinni.
Chris Brazell tók til starfa hjá Gróttu í árslok 2019 og hefur síðan þá unnið mikið og gott starf fyrir félagið. Chris var yfirþjálfari yngri flokka í þrjú ár, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í eitt tímabil og er nú á sínu þriðja tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Allan sinn tíma hjá Gróttu lagði Chris ríka áherslu á að bæta starfsumhverfi þjálfara og auka fagmennsku í starfi knattspyrnudeildar.
Hann er óhræddur við að fara nýjar og spennandi leiðir í þjálfun og hefur verið öðrum þjálfurum innblástur í þeim efnum. Ferskir vindar blésu um Vivaldivöllinn með komu Chris og honum tókst sannarlega að setja mark sitt á félagið.
Grótta þakkar Chris innilega fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Tilkynnt verður um nýjan þjálfara meistaraflokks karla innan tíðar.
Athugasemdir