Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
   fim 12. september 2013 21:24
Magnús Þór Jónsson
Ejub: Eiga að fá að vinna sína vinnu hvort sem hún er góð eða ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings getur leyft sér að vera svekktur með úrslitin í leik dagsins gegn KR á Ólafsvíkurvelli.

Mér finnst við eiga að skora í fyrri hálfleik og svo aftur í byrjun seinni hálfleiks og þá hefði leikurinn verið öðruvísi.

Honum finnst liðið hafa verið á góðu róli um sinn.

Strákarnir eru búnir að vera frábærir síðan í júní en okkur vantar bara að klára færin.  Mér finnst við orðnir úrvalsdeildarlið og miklu fleiri leikmenn núna sem eru tilbúnir í að spila í úrvalsdeildinni en voru í vor.

Sérstaklega athygli hjá blaðamönnum vakti framganga Ejubs.  Hann hafði verið ósáttur við störf dómaranna á meðan á leik stóð en í leikslok fór hann samhliða dómaratríóinu af velli og ákvað svo að labba að stúku heimamanna til að fá þá til að hætta að gera hróp að þeim gulklæddu.  Og það tókst honum algerlega, hvað var hann að hugsa þar?

Ég ætla ekki að tala um dómara núna, ég nota aðrar leiðir til þess.  En ég vill að við hér í Ólafsvík séum meiri menn og kyngjum hlutunum.  Leyfum þeim að vinna sína vinnu, hvort sem hún er góð eða ekki.

Nánar er rætt við Ejub í meðfylgjandi myndbandi, um góða frammistöðu í þremur síðustu leikjum, hvernig hefur gengið að æfa í veðurhamnum á Snæfellsnesi undanfarna daga og leikjaprógrammið framundan, þ.á.m. Vesturlandsslaginn á Akranesi næstkomandi sunnudag.
Athugasemdir
banner