Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta með tak á Guardiola - „Gerir mig ekki glaðan"
Mynd: EPA
Arsenal og Man City skildu jöfn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í fimm leikjum í röð gegn City án þess að tapa. Engum öðrum stjóra hefur tekist það gegn liði Guardiola í deildinni.

„Ég vissi það ekki en ég vildi vinna. Það gerir mig ekki glaðan, ég vildi bara vinna. Óháð úrslitum mun ég segja það sama. Ég er afar stoltur af liðinu og leikmönnunum fyrir það hvernig við spiluðum og réðum ríkjum í þessum leik gegn Man City," sagði Arteta.

„Ég er mjög svekktur með úrslitin. Að skora í lokin vekur upp ákveðnar tilfininingar en fyrsta sem ég hugsa er að vinna leikinn."

Gabriel Martinelli jafnaði metin í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann kom einnig inn á sem varamaður gegn Athletic Bilbao í Meistaradeildinni á dögunum og skoraði og lagði upp.

„Martinelli átti sennilega skilið að byrja. Hann gerði það ekki og í stað þess að kvarta kom hann inn á með ótrúlega orku til að hjálpa liðinu að næla í stig. Sama með Eze og alla leikmenn sem munu gera það því við vitum hversu erfitt þetta verður, við þurfum að allir séu upp á sitt besta," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner