Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
banner
   sun 21. september 2025 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding gerði jafntefli gegn ÍBV í Eyjum í dag. Tryggvi Guðmundsson, goðsögn í Eyjum, tók viðtal við Magnús Má Einarsson, þjálfara Aftureldingar, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Afturelding

„ÍBV voru betri og fengu fleiri færi í þessum leik. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist er ég mjög sáttur með að fara með stigið. Aron bjargar stiginu með frábærri aukaspyrnu í lokin, svipað og þú hefur sett á þessum velli áður," sagði Magnús Már.

„Fyrir leik vildum við nátturulega vinna en mér fannst margt vanta upp á hjá okkur í dag. Það vantaði meiri gleði í spilamennskuna og það sem við vorum að leggja upp með gekk ekki nógu vel. Máttum líka vera grimmari á ýmsum mómentum. Hins vegar var frábært að ná að jafna, það sýnir trúna í liðinu. Ánægður með hjarta og trúna en hefði viljað sjá betri spilamennsku."

Afturelding er á botni deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn KA sem er á toppnum í neðri hlutanum.

„Þar verðum við að fá stuðning eins og við fengum í dag. Geggjað að sjá Mosfellinga mæta í dag, ég veit að það voru margir heima í Mosfellsbæ að horfa á leikinn. Nú þurfum við að fá alla á völlinn, það er mikilvægasti leikurinn í sumar að mínu mati. Við þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu og vinna KA, það er ekkert annað í boði," sagði Magnús Már.

„Það á mikið eftir að gerast áður en síðasta sparkið verður tekið í boltanum í sumar. Fjórir leikir eftir og við þurfum að horfa á næsta leik á móti KA. Við verðum að vinna þann leik, það er leikur sem við förum í á fullum þunga."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir
banner
banner