Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV gerði jafntefli gegn Aftureldingu í Eyjum í dag eftir að hafa komist yfir með stórkostlegu aukaspyrnumarki frá Alex Frey Hilmarssyni. Fótbolti.net ræddi við Alex Frey eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Afturelding

„Maður er fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig. Við þurfum að bera miklu meiri virðingu fyrir frammistöðunni okkar í svona leikjum. Þú getur ekki ætlast til að vera með yfirtökin alltaf alls staðar í 90 mínútur. Við töpum tveimur mínútum og þeir refsa fyrir það," sagði Alex.

„Þú skoraðir stórglæsilegt aukaspyrnumark. Þú hefur greinilega séð einhverjar gamlar klippur," sagði spyrillinn Tryggvi Guðmundsson, sem lék með ÍBV á sínum tíma og skoraði ófá mörkin.

„Þetta er beint úr þinni bók," sagði Alex skellihlæjandi.

„Eftir markið verðum við passívir varnarlega. Þeir fá nokkrar stöður en dílum ágætlega við það. Síðan fá þeir upphlaup og við eigum að brjóta ofar á vellinum til að byrja með. Við brjótum og þeir fá aukaspyrnu, síðan er brot í þessari aukaspyrnu því maður hjá þeim hleypur inn í vegginn okkar. Ég væri til í að dómararnir myndu skoða það aðeins betur."

ÍBV er sex stigum frá fallsæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Næsti leikur liðsins er gegn Vestra á Ísafirði.

„Út frá einhverjum tölum lítur þetta ágætlega út hjá okkur. En við viljum þroskast sem einstaklingar og lið. Við þurfum þá að taka skref í áttina að því loka svona leikjum 6 til 7-0 því það hefði ekki verið ósanngjarnt í dag."
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 25 9 6 10 30 - 31 -1 33
2.    KA 25 9 6 10 36 - 45 -9 33
3.    ÍA 25 10 1 14 35 - 45 -10 31
4.    Vestri 25 8 4 13 24 - 38 -14 28
5.    Afturelding 25 6 8 11 35 - 44 -9 26
6.    KR 25 6 7 12 48 - 60 -12 25
Athugasemdir
banner