Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 19:58
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Óskar Hrafn finnst hann geta tekið helling með sér úr þessum leik uppá Skaga. Þar bíður hans einn úrslitaleikur af fjórum í fallbaráttunni.
Óskar Hrafn finnst hann geta tekið helling með sér úr þessum leik uppá Skaga. Þar bíður hans einn úrslitaleikur af fjórum í fallbaráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hann horfir þannig við mér að mér fannst við vera með öll tök á leiknum í fyrri hálfleik. Svo komum við út í seinni hálfleikinn og byrjum hann einfaldlega ekki fyrr en eftir einhverjar 5-6 mínútur og á þeim tíma að þá nær KA mómentinu. Þeir skora þessi tvö mörk og eftir það er þetta eltingaleikur,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 4-2 tap gegn KA í kvöld. 

„Þeir voru í fimm manna vörn í seinni hálfleik og eru þéttir þar. Það þarf margt að fara saman til þess að opna þá þannig og raunverulega bara afhendum þeim þennan leik í byrjun seinni hálfleiks. En mér fannst margt gott hjá okkur í dag.''


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 KR

KR liðið byrjaði leikinn vel og voru ofan á í baráttunni í fyrri hálfleik. Óskar Hrafn var ánægður með svör liðsins við 0-7 tapinu gegn Víkingum og fannst margt jákvætt í leik liðsins, en það gerir tapið ekki minna sárt.

„Já, ég var mjög ánægður. Við fórum auðvitað hátt í seinni hálfleik og þeir með mikil gæði í Birni og Hallgrími sérstaklega. Og mér fannst þeir ekki ná að skapa mikið, þannig að mér fannst við gera margt gott og það er auðvitað eitthvað sem að við getum tekið með okkur í næsta leik - en við fáum ekkert fyrir það - akkúrat núna. En mér líður samt eins og það sé hellingur sem að við getum tekið úr þessum leik með okkur uppá Skaga,'' sagði Óskar Hrafn.

Nú tekur við afskaplega mikilvægur leikur við kokhrausta Skagamenn sem að hafa verið á miklu skriði. Hvernig horfir það verkefni við Óskari?

„Hann horfir bara við mér sem erfiður leikur. Skagamenn eru búnir að vera á miklu skriði og finna fínan takt. Við spiluðum við þá fyrr í sumar uppá Skaga og það var sérstakur leikur. Þeir hafa hinsvegar gjörbreytt því hvernig þeir nálgast leikinn, þannig að það verður allt öðruvísi leikur, myndi ég halda. Opnari leikur og á sama tíma og ég ber virðingu fyrir Skaganum og veit að þeir eru með gott lið, þá fer ég óhræddur með liðið mitt uppeftir til að ná í þrjú stig. Það er alveg ljóst.''

Eins og fyrr segir að þá kom allt annað KR lið til leiks í dag, en í skelfingunni gegn Víkingum og það gefur liðinu vonandi eitthvað í framhaldinu.

„Já, það gerir það. En auðvitað verðum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að ná í stig. En eins og ég sagði, þá líður manni betur þegar maður getur tekið eitthvað með sér úr þessum leik og flutt það yfir í næsta. Það var ekki margt í Víkingsleiknum sem að var hægt að heimfæra í framhaldinu. Þannig að við erum bara brattir. Það þýðir ekkert annað, það er ekki hægt í þessari stöðu. Við höfum örlögin í okkar höndum og í okkar stöðu þurfum við bara að vera stórir. Við þurfum að vera með kassann úti og hafa sjálfstraust. Það er alveg ljóst,'' sagði Óskar Hrafn.

Það væri vont að fara í hlutverk fórnarlambanna þegar að fjórir úrslitaleikir bíða KR?

„Já, mjög vont og algjör óþarfi að gera það. Menn geta verið fúlir á leiðinni heim á eftir, en svo kemur bara dagurinn á morgun og hann býður uppá endalausa möguleika. Þú veist, nú eru menn bara í þeirri stöðu að það þarf að mæta í fjóra úrslitaleiki. Einhverjir myndu segja að það væru forréttindi að fá að mæta í fjóra úrslitaleiki í röð og við ætlum bara að taka því þannig,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson að endingu.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir