Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
   sun 21. september 2025 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV gerði jafntefli gegn Aftureldingu í fyrstu umferð í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Þorlák Árnason, þjálfara ÍBV, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Afturelding

„Við erum drullusvekktir að ná ekki að klára þetta. Við fengum helvíti góð færi en að sama skapi var eitthvað sem við vorum að gera rétt. Við sköpuðum okkur mikið af opnum færum þegar við komumst yfir. Við þurfum að setja þau færi, einn á móti markmanni tvisvar. Þetta er fótboltinn, þetta er það sem þið fjölmiðlafólk elskið, að hafa spennu í þessu," sagði Láki.

ÍBV komst yfir með stórkostlegu marki Alex Freys Hilmarssonar beint úr aukaspyrnu en jöfnunarmarkið kom einnig úr aukaspyrnu undir lok leiksins.

„Ég ætla ekki að fara kenna dómaranum um en það var sennilega aukaspyrna á Aftureldingu í aðdragandanum sem hann sleppir. Fyrst að svo var þá áttum við að taka leikmanninn niður fyrr og fórna gulu spjaldi. Stundum þarf maður að vera pínu bófi til að loka leikjum," sagði Láki.

ÍBV er sex stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið heimsækir Vestra í næstu umferð.

„Við töpuðum báðum leikjunum fyrir Vestra í sumar. Það er fínt tækifæri til að kvitta fyrir það núna."

„Þetta mót sem við erum að upplifa er þannig að það var fullt af liðum sem vildi komast í efri hlutann til að sleppa við fall. Eins og með FH, Fram og Vestra og önnur, það vildi enginn lenda í neðri hlutanum því deildin er svo jöfn. Afturelding er neðsta liðið í deildinni, frábært fótboltalið. Þetta er einstakt mót sem við erum að ganga í gegnum. Það var smá einbeiting sem fór hjá okkur og okkur var refsað," sagði Láki.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir