Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
banner
   sun 21. september 2025 19:37
Daníel Smári Magnússon
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Birnir í leiknum. Hann skoraði tvívegis og virkar sprækari með hverri mínútunni sem að hann spilar.
Birnir í leiknum. Hann skoraði tvívegis og virkar sprækari með hverri mínútunni sem að hann spilar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
“Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar.”
“Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar.”
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Það var bara mikilvægara heldur en menn halda,'' sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður KA, þegar hann var spurður út í hversu mikilvægt það var að kveða niður einhverjar raddir um fallhættu. Það gerðu KA með 4-2 sigri á KR í kvöld. 

„Þegar að það fer að styttast í botninn, þá getur allt gerst. Líka í þessu "playoffs-i" þegar að öll liðin eru að spila á móti hvert öðru. Við vorum ekkert öruggir fyrir þennan leik, þannig að það var mjög sterkt að vinna þennan leik.''


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 KR

KA menn eygðu enn von um að berjast í efri hlutanum fyrir tvískiptingu deildarinnar, en enduðu í neðri hlutanum og það hefði vel getað setið í mönnum - og raunar gerði það kannski í fyrri hálfleik, ef að mið er tekið af taktleysi KA manna í honum.

„Já, algjörlega. Það voru nokkrir leikir þarna sem að við misstum niður í jafntefli, eða töpuðum, sem að sátu aðeins í okkur þannig séð. Það munaði bara markatölunni að við værum í topp sex og það var það sem að við vildum. En við vorum á geðveiku "rönni" og héldum því áfram í dag,'' sagði Birnir.

Birnir Snær þurfti að bíða smá stund eftir fyrsta marki sínu fyrir KA, en hefur núna skorað í síðustu þremur leikjum liðsins og virðist verða betri og sprækari með hverjum leiknum sem að líður. Mörkin tvö í dag sýndu það og með smá heppni hefðu þau getað verið fleiri.

„Ég kom aðeins þungur inn. Ég hef aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi, en það vantaði aðeins uppá hlaupaformið. Langt síðan maður spilaði og svona. Ég var alveg týndur í fyrri hálfleik í þessum leik, en svo koma mörkin og það er það sem að skiptir öllu máli.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði orð á því í viðtali að hann elskaði að spila með Birni og að hann hefði gríðarlegan áhuga á því að halda honum í röðum KA. Það er væntanlega allt í lausu lofti?

„Já, það er allt í lausu lofti. Gengur ógeðslega vel hér og þetta lið á svo mikið inni, ógeðslega gott lið. Bara Grímsi líka, fáránlega góður leikmaður. Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar. Hann verður örugglega með á æfingunni á morgun, í spilinu og einhverju rugli! Ótrúlegur gæi,'' sagði Birnir um framtíð sína og hinn síunga Hallgrím Mar.

Gæti Birnir hugsað sér að vera áfram á Akureyri í KA?

„Já, aldrei að vita. Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna, eigum fjölskyldufólk hérna og þessi mánuður sem að ég er búinn að vera hér er búinn að vera ógeðslega góður,'' sagði Birnir Snær Ingason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir