Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
banner
   sun 21. september 2025 19:37
Daníel Smári Magnússon
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Birnir í leiknum. Hann skoraði tvívegis og virkar sprækari með hverri mínútunni sem að hann spilar.
Birnir í leiknum. Hann skoraði tvívegis og virkar sprækari með hverri mínútunni sem að hann spilar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
“Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar.”
“Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar.”
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Það var bara mikilvægara heldur en menn halda,'' sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður KA, þegar hann var spurður út í hversu mikilvægt það var að kveða niður einhverjar raddir um fallhættu. Það gerðu KA með 4-2 sigri á KR í kvöld. 

„Þegar að það fer að styttast í botninn, þá getur allt gerst. Líka í þessu "playoffs-i" þegar að öll liðin eru að spila á móti hvert öðru. Við vorum ekkert öruggir fyrir þennan leik, þannig að það var mjög sterkt að vinna þennan leik.''


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 KR

KA menn eygðu enn von um að berjast í efri hlutanum fyrir tvískiptingu deildarinnar, en enduðu í neðri hlutanum og það hefði vel getað setið í mönnum - og raunar gerði það kannski í fyrri hálfleik, ef að mið er tekið af taktleysi KA manna í honum.

„Já, algjörlega. Það voru nokkrir leikir þarna sem að við misstum niður í jafntefli, eða töpuðum, sem að sátu aðeins í okkur þannig séð. Það munaði bara markatölunni að við værum í topp sex og það var það sem að við vildum. En við vorum á geðveiku "rönni" og héldum því áfram í dag,'' sagði Birnir.

Birnir Snær þurfti að bíða smá stund eftir fyrsta marki sínu fyrir KA, en hefur núna skorað í síðustu þremur leikjum liðsins og virðist verða betri og sprækari með hverjum leiknum sem að líður. Mörkin tvö í dag sýndu það og með smá heppni hefðu þau getað verið fleiri.

„Ég kom aðeins þungur inn. Ég hef aldrei verið í jafn góðu líkamlegu formi, en það vantaði aðeins uppá hlaupaformið. Langt síðan maður spilaði og svona. Ég var alveg týndur í fyrri hálfleik í þessum leik, en svo koma mörkin og það er það sem að skiptir öllu máli.''

Hallgrímur Mar Steingrímsson hafði orð á því í viðtali að hann elskaði að spila með Birni og að hann hefði gríðarlegan áhuga á því að halda honum í röðum KA. Það er væntanlega allt í lausu lofti?

„Já, það er allt í lausu lofti. Gengur ógeðslega vel hér og þetta lið á svo mikið inni, ógeðslega gott lið. Bara Grímsi líka, fáránlega góður leikmaður. Átta mig ekki alveg á hvernig skrokkurinn á honum virkar. Hann verður örugglega með á æfingunni á morgun, í spilinu og einhverju rugli! Ótrúlegur gæi,'' sagði Birnir um framtíð sína og hinn síunga Hallgrím Mar.

Gæti Birnir hugsað sér að vera áfram á Akureyri í KA?

„Já, aldrei að vita. Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna, eigum fjölskyldufólk hérna og þessi mánuður sem að ég er búinn að vera hér er búinn að vera ógeðslega góður,'' sagði Birnir Snær Ingason.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir