Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 12. september 2020 17:02
Birna Rún Erlendsdóttir
Aníta: Virkilega svekkt
KR tapaði 5-0 á móti Selfossi í Pepsi Max deild kvenna.
Kvenaboltinn
Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR.
Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara virkilega svekkt. Mjög svekkt með okkur bara sem lið og alltaf sárt að fá stóran skell og hvað þá á heimavelli. Við töldum okkur eiga meira inni í dag.“ sagði Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR, eftir 5-0 tap gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í dag. 

Lestu um leikinn: KR 0 -  5 Selfoss

„Má segja allt. Við vorum ekki að ná að tengja saman sendingar, boltinn gekk allt of hægt á milli manna í vörninni. Sóttum mikið á sömu leiðir, vorum ekki að leysa kanski stöður sem að Selfoss var að loka á okkur í.“

KR vann ÍBV í síðustu umferð 3-0, en tapa í dag 5-0 á móti Selfossi. Er þetta áhyggjuefni þjálfara?

„Jájá við höfðum alveg haft áhyggjur af því að við virðumst vera á smá svona jojo tímabili og það er kanski ekkert skrítið líka í ljósi aðstæðna að við höfum ekki alveg náð að vinna okkur upp í rútínuna sem við viljum vera í.“

„Það er helling hægt að gera, það er alltaf hægt að finna lausnir og við ætlum að vinna út frá því að við getum haldið áfram að bæta okkur.“ 

„Það er ekkert annað en að horfa bara áfram og við eigum eitthverja leiki inni sem er hægt er að horfa í, þó að það sé auðvitað alltaf erfitt að kanski lenda eftir á og vera elta. Það þýðir ekkert annað en bara gleyma þessum leik núna og vinna í því sem við þurfum að laga og vonandi bara förum við áfallalaust núna í gegnum sumarið.“

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner