29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 12. september 2020 17:02
Birna Rún Erlendsdóttir
Aníta: Virkilega svekkt
KR tapaði 5-0 á móti Selfossi í Pepsi Max deild kvenna.
Kvenaboltinn
Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR.
Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara virkilega svekkt. Mjög svekkt með okkur bara sem lið og alltaf sárt að fá stóran skell og hvað þá á heimavelli. Við töldum okkur eiga meira inni í dag.“ sagði Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR, eftir 5-0 tap gegn Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í dag. 

Lestu um leikinn: KR 0 -  5 Selfoss

„Má segja allt. Við vorum ekki að ná að tengja saman sendingar, boltinn gekk allt of hægt á milli manna í vörninni. Sóttum mikið á sömu leiðir, vorum ekki að leysa kanski stöður sem að Selfoss var að loka á okkur í.“

KR vann ÍBV í síðustu umferð 3-0, en tapa í dag 5-0 á móti Selfossi. Er þetta áhyggjuefni þjálfara?

„Jájá við höfðum alveg haft áhyggjur af því að við virðumst vera á smá svona jojo tímabili og það er kanski ekkert skrítið líka í ljósi aðstæðna að við höfum ekki alveg náð að vinna okkur upp í rútínuna sem við viljum vera í.“

„Það er helling hægt að gera, það er alltaf hægt að finna lausnir og við ætlum að vinna út frá því að við getum haldið áfram að bæta okkur.“ 

„Það er ekkert annað en að horfa bara áfram og við eigum eitthverja leiki inni sem er hægt er að horfa í, þó að það sé auðvitað alltaf erfitt að kanski lenda eftir á og vera elta. Það þýðir ekkert annað en bara gleyma þessum leik núna og vinna í því sem við þurfum að laga og vonandi bara förum við áfallalaust núna í gegnum sumarið.“

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir