Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 12. september 2020 17:56
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Aldrei fengið jafn mörg færi
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. vann 2-1 sigur á Leikni F. þegar liðin mættust á Domusnovavellinum í Lengjudeild karla í dag. Heimamenn hefðu þó að ósekju mátt sigra talsvert stærra en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum og þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Fréttaritar spurði Sigurð Höskuldsson þjálfara Leiknis R. hvort þeir hefðu hreinlega ekki átt að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Leiknir F.

„Jú í lok og líka í seinni hálfleik. Ég held að við höfum aldrei fengið jafn mörg færi í einum fótboltaleik. Það pirrar okkur að hafa ekki náð að loka þessu fyrr en bara flottur sigur hjá okkur.“

Leiknismenn gerðu þrefalda skiptingu eftir rétt um klukkustundarleik í stöðunni 2-0. Var Siggi að hugsa um leikjaálag og að hvíla menn þar?

„Nei bara líka að fá ferska fætur inn. Ekkert endilega til að hvíla þá fyrir miðvikudaginn heldur að halda uppi tempóinu því það voru alvöru hlaup á fremstu mönnum og ég vildi bara ferska fætur inn. “

Eftir leiki dagsins situr Leiknir enn í 3.sæti deildarinnar stigi fyrir neðan Keflavík og 3 stigum frá topplið fram en þau lið mætast innbyrðis í næstu umferð. Markmið Leiknis hafa væntanlega ekkert breyst um að ætla sér upp um deild í lok tímabils.

„Nú eru 7 leikir eftir og þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur svo við erum bara mjög brattir.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir