Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 12. september 2020 17:56
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Aldrei fengið jafn mörg færi
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. vann 2-1 sigur á Leikni F. þegar liðin mættust á Domusnovavellinum í Lengjudeild karla í dag. Heimamenn hefðu þó að ósekju mátt sigra talsvert stærra en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum og þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Fréttaritar spurði Sigurð Höskuldsson þjálfara Leiknis R. hvort þeir hefðu hreinlega ekki átt að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Leiknir F.

„Jú í lok og líka í seinni hálfleik. Ég held að við höfum aldrei fengið jafn mörg færi í einum fótboltaleik. Það pirrar okkur að hafa ekki náð að loka þessu fyrr en bara flottur sigur hjá okkur.“

Leiknismenn gerðu þrefalda skiptingu eftir rétt um klukkustundarleik í stöðunni 2-0. Var Siggi að hugsa um leikjaálag og að hvíla menn þar?

„Nei bara líka að fá ferska fætur inn. Ekkert endilega til að hvíla þá fyrir miðvikudaginn heldur að halda uppi tempóinu því það voru alvöru hlaup á fremstu mönnum og ég vildi bara ferska fætur inn. “

Eftir leiki dagsins situr Leiknir enn í 3.sæti deildarinnar stigi fyrir neðan Keflavík og 3 stigum frá topplið fram en þau lið mætast innbyrðis í næstu umferð. Markmið Leiknis hafa væntanlega ekkert breyst um að ætla sér upp um deild í lok tímabils.

„Nú eru 7 leikir eftir og þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur svo við erum bara mjög brattir.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner