Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
   lau 12. september 2020 17:56
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Aldrei fengið jafn mörg færi
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. vann 2-1 sigur á Leikni F. þegar liðin mættust á Domusnovavellinum í Lengjudeild karla í dag. Heimamenn hefðu þó að ósekju mátt sigra talsvert stærra en fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum og þó sérstaklega í fyrri hálfleik. Fréttaritar spurði Sigurð Höskuldsson þjálfara Leiknis R. hvort þeir hefðu hreinlega ekki átt að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Leiknir F.

„Jú í lok og líka í seinni hálfleik. Ég held að við höfum aldrei fengið jafn mörg færi í einum fótboltaleik. Það pirrar okkur að hafa ekki náð að loka þessu fyrr en bara flottur sigur hjá okkur.“

Leiknismenn gerðu þrefalda skiptingu eftir rétt um klukkustundarleik í stöðunni 2-0. Var Siggi að hugsa um leikjaálag og að hvíla menn þar?

„Nei bara líka að fá ferska fætur inn. Ekkert endilega til að hvíla þá fyrir miðvikudaginn heldur að halda uppi tempóinu því það voru alvöru hlaup á fremstu mönnum og ég vildi bara ferska fætur inn. “

Eftir leiki dagsins situr Leiknir enn í 3.sæti deildarinnar stigi fyrir neðan Keflavík og 3 stigum frá topplið fram en þau lið mætast innbyrðis í næstu umferð. Markmið Leiknis hafa væntanlega ekkert breyst um að ætla sér upp um deild í lok tímabils.

„Nú eru 7 leikir eftir og þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur svo við erum bara mjög brattir.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner