Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 12. september 2023 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glaður fyrir hönd Höjlund: Erum ekkert óvinir þótt við höfum barist um mínútur
Icelandair
Orri í leiknum í gær.
Orri í leiknum í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson var í gær í fyrsta sinn í byrjunariði landsliðsins og lék hann allan leikinn í 1-0 heimasigri gegn Bosníu og Hersegóvínu. Leikurinn var annar landsleikur framherjans sem er einungis nítján ára gamall. Fyrsti leikurinn var gegn Lúxemborg síðasta föstudag þegar Orri kom inn á í hálfleik.

Samkeppni alla daga hjá FCK
Orri er leikmaður dönsku meistaranna í FC Kaupmannahöfn og hefur hann verið í nokkuð stóru hlutverki í upphafi tímabils. Launahæsti leikmaður dönsku deildarinnar, Andreas Cornelius, er hins vegar að snúa til baka inn í liðið og hefur fengið mínútur í síðustu leikjum sem Orri, mögulega, hefði getað fengið.

Hvernig horfir samkeppnin við Orra?

„Þannig er FCK, samkeppni alla daga og ekkert sem ég er að finna fyrst núna. Ég er bara spenntur fyrir samkeppninni og ég vona að ég fái mína sénsa áfram."

Lék með stjörnuframherja Man Utd í unglingaliðinu
Framundan hjá FCK er riðlakeppnin í Meistaradeildinni. Þar mætir liðið Bayern Munchen og Manchester United. Hjá United hittir Orri fyrrir Rasmus Höjlund en þeir börðust á sínum tíma um mínútur í unglingaliði FCK. Rasmus er ári eldri en Orri.

„Orri fór í unglingaakademíuna hjá FCK og það er óhætt að segja að hann hafi raðað inn mörkum þar. Hann var með Rasmus Höjlund, núverandi sóknarmanni Manchester United, í akademíunni og þeir spiluðu saman. Orri var með betra markahlutfall en maðurinn sem Man Utd borgaði 72 milljónir punda fyrir," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn hér á Fótbolti.net um Orra í gær þegar ljóst varð að hann væri í byrjunarliðinu gegn Bosníu.

Orri var spurður hvort hann hefði séð fyrir sér á sínum tíma að Höjljund yrði kominn til Manchester United á þessum tímapunkti.

„Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gerði ég það ekki. En maður sá að gæinn var með fullt af hráum hæfileikum og ef hann myndi bæta sig mikið þá væru möguleikarnir endalausir (e. sky is the limit). Hann hefur lagt hart af sér og það skilar sér. Ég er mjög ánægður með hann, við erum ekkert óvinir sko, þótt við höfum barist um mínútur. Við erum bara góðir félagar og ég er mjög glaður fyrir hans hönd," sagði Orri.

Sjá einnig:
Orri Steinn: Spenntur að sýna hvað ég get á Old Trafford
Orri Steinn: Hann átti ekki séns í kallinn
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Athugasemdir
banner
banner