Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fim 12. september 2024 15:02
Elvar Geir Magnússon
Markverði Ipswich var vísað úr landsliðshópnum
Muric er sagður hafa skellt sér á barinn.
Muric er sagður hafa skellt sér á barinn.
Mynd: EPA
Arijanet Muric markverði Ipswich var vísað úr landsliðshópi Kosóvó milli landsleikja í nýliðnum landsleikjaglugga vegna agabrots.

Muric varði markið í 0-3 tapi gegn Rúmeníu en var sendur heim fyrir leik gegn Kýpur, ásamt tveimur öðrum leikmönnum; Edon Zhegrova og Florent Muslija.

Þeir eru sagðir hafa brotið agareglur liðsins með því að skella sér á skemmtanalífið.

Muric sjálfur segir að ásakanirnar séu ósannar, þremenningarnir hafi farið af liðshótelinu til að fá sér að borða en ekki til að fara út að skemmta sér.

Ekki í verkahring Ipswich
Muric er aðalmarkvörður Ipswich í ensku úrvalsdeildinni en hann kom í sumar frá Burnley.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, segist hafa rætt við Muric eftir að hann var rekinn úr landsliðshópnum. Ipswich á útileik gegn Brighton á laugardag.

„Ég er búinn að spjalla við hann. Það er ekki í mínum verkahring eða Ipswich að leysa þetta mál. Hann er búinn að segja mér sína útgáfu af því sem gerðist og hún er ekki eins og sú sem fjölmiðlar hafa málað upp," segir McKenna.

„Það er ekkert vandamál frá okkar hlið. Hann er okkar leikmaður og það var gott að fá hann til baka í vikunni, flott að hann gat tekið nokkar auka æfingadaga með okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner