Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   fim 12. september 2024 15:36
Elvar Geir Magnússon
Ugarte spilar líklega sinn fyrsta leik fyrir Man Utd á laugardag
Ugarte við undirskriftina.
Ugarte við undirskriftina.
Mynd: Man Utd
Úrúgvæski miðjumaðurinn Manuel Ugarte, sem Manchester United tryggði sér í lok gluggans, spilar væntanlega sinn fyrsta leik fyrir enska liðið á laugardag.

„Manuel Ugarte spilaði fyrir Úrúgvæ í glugganum en kom til okkar seinni partinn í dag. Hann er sá eini sem kom til baka í dag, hinir komu í gær. Hann er klár í leikinn," segir Erik ten Hag stjóri Manchester United.

Ugarte gekk til liðs við United á lokadegi félagaskiptagluggans frá PSG en enska félagið borgaði 50 milljónir evra fyrir þennan 23 ára gamla miðjumann.

Manchester United á leik gegn Southampton í hádeginu á laugardag. Rasmus Höjlund og Luke Shaw eru að jafna sig af meiðslum en eru þó ekki klárir fyrir þennan leik.

Manchester United hefur farið illa af stað á tímabilinu og mikilvægt að Ten Hag og lærisveinar nái í öll stigin sem eru í boði á laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner