Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:42
Elvar Geir Magnússon
Ugarte: Mættur til að berjast um titla
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski miðjumaðurinn Manuel Ugarte segist vera mættur til Manchester United til að berjast um titla.

„Það er mögnuð tilfinning að koma í félag af þessari stærðargráðu. Félag sem er dáð um allan heim. Manchester United er metnaðarfullt félag og ég er metnaðarfullur leikmaður," segir hinn 23 ára gamli Ugarte.

Ugarte getur spilað sem varnartengiliður á miðjunni og létt á álaginu á Casemiro.

„Ég veit hversu magnaðir stuðningsmenn United eru og ég get ekki beðið eftir að spila á Old Trafford. Ég mun fórna mér og gera allt fyrir liðsfélagana. Saman munum við berjast um titla og ná þeim hæðum sem félagið á að vera á."

Dan Ashworth íþróttastjóri United segir að eitt af forgangsatriðum félagsins hafi verið að krækja í Ugarte á miðsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner