Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 12. október 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mainoo að fá nýjan samning
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Arsenal ætlar að bjóða í tvo leikmenn Bournemouth, þá Milos Kerkez, 20, og Antoine Semenyo, 24. (CaughtOffside)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, ætlar ekki að yfirgefa félagið þrátt fyrir að hann sé á lista yfir þá sem gætu tekið við enska landsliðinu. (Telegraph)

Kobbie Mainoo, 19, er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Man Utd (Manchester Evening News)

Barcelona og Real Madrid vilja bæði fá Alvaro Fernandez, 21, sem gekk til liðs við Benfica frá Man Utd síðasta sumar. (Mirror)

Christian Eriksen, leikmaður Man Utd, mun ganga til liðs við Ajax þegar samningur hans svið Man Utd rennur út næsta sumar. (Sun)

Það yrði draumur fyrir England ef Pep Guardiola tæki við landsliðinu. Sambandið hefur ekki boðað neinn í viðtal síðan umsóknarferlinu lauk fyrir rúmum tveimur mánuðum. (Telegraph)

Everton er á eftir Silas Mvumpa, 26, vængmanni Stuttgart en félagið íhugar tilboð í janúar. (Football Insider)

Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Man Utd, er í viðræðum um að taka við stóru félagi eftir að hafa hafnað því að taka við danska landsliðinu. (Tipsbladet)

Liverpool hefur eyrnamerkja Vitor Reis, 18, miðvörð Palmeiras, sem möguleg kaup í framtíðinni. Brasilíski unglingalandsliðsmaðurinn er með söluákvæði í samningi sínum upp á 84 milljónir punda. (Football Insider)

Claude Makelele, fyrrum miðjumaður Chelsea, er í viðræðum um að taka við sem stjóri Cardiff. (Footmercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner