Joan García er aðalmarkvörður Barcelona en hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla síðan í lok september.
Woicjech Szczesny hefur fyllt í skarðið í fjarveru García en Marc-Andre ter Stegen er að glíma við meiðsli í baki. Búist er við að Ter Stegen verði ekki klár fyrr en í lok nóvember eða byrjun desember.
20.09.2025 09:30
Szczesny: Mitt hlutverk er að hjálpa García
„Ég verð frá keppni í um það bil mánuð í viðbót, við sjáum til hvort ég nái El Clásico," sagði García í gær. „Hnéð er í góðu standi, mér líður vel."
El Clásico leikurinn fer fram í Madríd 26. október og ljóst að García nær honum ekki ef hann verður raunverulega frá keppni í mánuð til viðbótar.
Szczesny er 35 ára gamall og er búinn að fá sjö mörk á sig í þremur leikjum síðan García meiddist.
Í gær var greint frá því að spænski miðjumaðurinn Dani Olmo mun líklega einnig missa af El Clásico.
11.10.2025 19:45
Dani Olmo missir líklega af El Clásico
Athugasemdir