Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche næstur inn ef Postecoglou verður rekinn
Mynd: EPA
BBC er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Sean Dyche er efstur á óskalista Evangelos Marinakis eiganda Nottingham Forest fyrir mögulega arftaka ef Ange Postecoglou verður rekinn.

Postecoglou hefur farið illa af stað með Nottingham Forest og er starfið hans í hættu aðeins mánuði eftir ráðninguna. Liðið er án sigurs eftir sjö fyrstu leikina undir hans stjórn.

Forest tapaði 2-0 gegn Newcastle United í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og framundan eru erfiðir leikir gegn Chelsea, Porto, Bournemouth og Manchester United.

Dyche hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Everton í janúar og hefur meðal annars verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Rangers í Skotlandi. BBC segir þó að Dyche hafi ekki mikinn áhuga á því starfi.

Hann hefur aftur á móti mikinn áhuga á að taka við Forest þar sem hann býr í nágrenni við Nottingham og var partur af akademíunni hjá Forest á táningsárunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner