
Hin átján ára gamla Hugrún Björk Ásgeirsdóttir er búin að skrifa undir nýjan samning við Fjölni sem endaði í fjórða sæti í 2. deild kvenna.
Hugrún er hluti af 2. flokk Fjölnis en hefur verið mikið í kringum meistaraflokk á tímabilinu.
Hún er uppalin hjá Fjölni og kom við sögu í fjórum leikjum í deild og tveimur í Mjólkurbikarnum á árinu.
„Við erum virkilega ánægð með að sjá Fjölnisstelpurnar okkar vaxa og hlökkum til að sjá meira af Hugrúnu inn á vellinum," segir meðal annars í tilkynningu frá Fjölni.
Athugasemdir