Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi setti nýtt met í 4-0 sigri Inter Miami á Atlanta United í MLS-deildinni í nótt og ætlar sér þá að slá nokkur til viðbótar áður en tímabilinu lýkur.
Messi skoraði tvö mörk í sigrinum og er nú kominn með 26 deildarmörk á tímabilinu, en ekki eitt einasta hefur komið úr vítaspyrnu.
Hann er markahæstur og stefnir allt í að hann takki gullskóinn í fyrsta sinn síðan hann kom til Bandaríkjanna, en um leið setti hann met, eitthvað sem hann er orðinn þrautreyndur í að gera.
Messi er fyrsti leikmaður í sögu MLS-deildarinnar til að skora níu tvennur á einu tímabili deildinni, en hann bætti þar með Zlatan Ibrahimovic, Stern John og Mamadou Diallo sem skoruðu allir átta tvennur á einu tímabili.
Þá er hann búinn að koma að 44 mörkum á tímabilinu, en hann á aðeins fimm mörk í að jafna met Carlos Vela frá 2019.
Vela setti nokkur met árið 2019 en hann skoraði þá 34 mörk í deildinni sem er markametið þar af níu úr vítaspyrnum, en Messi þarf átta mörk til viðbótar til að jafna það. Inter Miami á einn deildarleik eftir áður en það fer í úrslitakeppnina og því enn möguleiki fyrir hann að ná því, en til þess þyrfti Miami líklegast að fara alla leið.
Messi var valinn besti leikmaður MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og á möguleika á því að verða fyrstur í sögunni til þess að hljóta þá nafnbót tvö ár í röð.
Inter Miami spilar við Nashville næstu helgi í síðasta deildarleiknum og er þá með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
????????????????????????????: Lionel Messi tops the MLS record for the most multi-goal games in a single season with ???? in 2025, surpassing Zlatan Ibrahimovi? (2019), Mamadou Diallo (2000), and Stern John (1998) — each with ????. ?????
— FOOTY HUB (@footy_hubX) October 12, 2025
A remarkable milestone from the Argentine star. ????? pic.twitter.com/SmLE47Cr5v
Athugasemdir