Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Messi setti nýtt met og eltist við nokkur í viðbót
Lionel Messi er engum líkur
Lionel Messi er engum líkur
Mynd: EPA
Messi getur slegið nokkur met
Messi getur slegið nokkur met
Mynd: EPA
Argentínski leikmaðurinn Lionel Messi setti nýtt met í 4-0 sigri Inter Miami á Atlanta United í MLS-deildinni í nótt og ætlar sér þá að slá nokkur til viðbótar áður en tímabilinu lýkur.

Messi skoraði tvö mörk í sigrinum og er nú kominn með 26 deildarmörk á tímabilinu, en ekki eitt einasta hefur komið úr vítaspyrnu.

Hann er markahæstur og stefnir allt í að hann takki gullskóinn í fyrsta sinn síðan hann kom til Bandaríkjanna, en um leið setti hann met, eitthvað sem hann er orðinn þrautreyndur í að gera.

Messi er fyrsti leikmaður í sögu MLS-deildarinnar til að skora níu tvennur á einu tímabili deildinni, en hann bætti þar með Zlatan Ibrahimovic, Stern John og Mamadou Diallo sem skoruðu allir átta tvennur á einu tímabili.

Þá er hann búinn að koma að 44 mörkum á tímabilinu, en hann á aðeins fimm mörk í að jafna met Carlos Vela frá 2019.

Vela setti nokkur met árið 2019 en hann skoraði þá 34 mörk í deildinni sem er markametið þar af níu úr vítaspyrnum, en Messi þarf átta mörk til viðbótar til að jafna það. Inter Miami á einn deildarleik eftir áður en það fer í úrslitakeppnina og því enn möguleiki fyrir hann að ná því, en til þess þyrfti Miami líklegast að fara alla leið.

Messi var valinn besti leikmaður MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og á möguleika á því að verða fyrstur í sögunni til þess að hljóta þá nafnbót tvö ár í röð.

Inter Miami spilar við Nashville næstu helgi í síðasta deildarleiknum og er þá með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.


Athugasemdir