Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 12:10
Brynjar Ingi Erluson
Segir Noreg eitt af tveimur bestu landsliðum Evrópu
Mynd: EPA
Ran Ben-Shimon, þjálfari ísraelska landsliðsins, lét stór ummæli falla á blaðamannafundi eftir 5-0 tapið gegn Noregi í undankeppni HM í gær, en hann segir Noreg vera með eitt besta landslið Evrópu.

Erling Braut Haaland brenndi af á vítapunktinum í tvígang í byrjun leiks, en bætti upp fyrir það með því að skora þrennu í leiknum. Hin tvö mörkin voru sjálfsmörk frá Ísrael.

Norðmenn eru með sex stiga forystu í I-riðli og geta svo gott sem tryggt HM-sætið í næsta mánuði.

„Ég er þeirrar trúar að Noregur sé eitt af tveimur bestu landsliðum Evrópu ásamt Spánverjum,“ sagði Ben-Shimon á blaðamannafundi Ísraels eftir leikinn í gær.

Stale Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, fannst þessi ummæli heldur ýkt en hann var ekki að fara deila við Ben-Shimon.

„Þetta er kannski frekar ýkt, en við tökum því!“ sagði Stolbakken.

Norðmenn mæta Nýja-Sjálandi í æfingaleik á þriðjudag, en mæta síðan Eistlandi og Ítalíu í undankeppninni í næsta mánuði þar sem þjóðin getur tryggt sig inn á HM í fjórða sinn í sögunni.
Athugasemdir
banner
banner