Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Serbíu hættir eftir tapið gegn Albaníu (Staðfest)
Mynd: EPA
Dragan Stojkovic hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlalandsliðsins Serbíu eftir 1-0 tapið gegn Albaníu í undankeppni HM í gær.

Stojkovic tók við Serbum árið 2021 og stýrði þeim á HM í Katar ári síðar.

Serbar töpuðu öðrum leiknum í röð í undankeppni HM í gær og lagði fram uppsagnarbréf í kjölfarið.

„Ég ræddi við forsetann og framkvæmdastjóra sambandsins og bauðst til að segja upp störfum. Ég bjóst ekki við þessu tapi, en ég er einhver sem axlar fulla ábyrgð og skrifast þetta algerlega á mig,“ sagði Stojkovic.

Sambandið samþykkti uppsögn Stojkovic og hefst nú leit að nýjum þjálfara.

Serbar eru í 3. sæti K-riðils með 7 stig en með leik til góða á Albaníu sem er í öðru sæti með 11 stig. Englendingar eru á toppnum og geta tryggt HM-sætið með sigri á Lettlandi á þriðjudag.
Athugasemdir
banner