Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. nóvember 2020 22:08
Magnús Már Einarsson
Aron: Þetta markar engin endalok
Icelandair
Aron í leiknum í kvöld.
Aron í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Þetta er aðallega svekkelsi. Þetta markar engin endalok samt. Það er stutt í næstu undankeppni," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í viðtali við Stöð 2 Sport, eftir 2-1 tapið gegn Ungverjum í kvöld.

Aron fór meiddur af velli á 82. mínútu þegar Ísland var 1-0 yfir en Ungverjar skoruðu á 88. mínútu og í viðbótartíma og tryggðu sér sigurinn.

„Að vera búnir að vinna jafn hart að einhverju markmiði og þessu og komast svona nálægt því án þess að ná því er virkilega svekkjandi. Að vera 1-0 yfir á 88. mínútu og geta ekki klárað það, við getum sjálfum um okkur kennt."

„Við droppuðum kannski aðeins of langt niður en okkur leið vel með þá fyrir framan okkur. Það var heppnisstimpill yfir fyrra markinu. Við fengum líka færi til að klára þetta. Ég er aðallega svekktur fyrir hönd allra í liðinu, starfsliðinu og KSÍ. Við megum vera svekktir í kvöld en svo þurfum við að rífa okkur upp af rassgatinu og einbeit okkur að næstu keppni."


Henry Birgir Gunnarsson spurði Aron hvernig andrúmsloftið væri í búningsklefanum eftir leikinn. „Það er alveg ljóst að menn eru niðurlútir og horfa fyrst og fremst og sjálfa sig. Þetta er svipar til umspilsins á móti Króatíu fyrir HM. Menn segja ekki mikið. Við getum verið svekktir með okkur sjálfa í kvöld," sagði Aron í viðtali við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner