Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 12. nóvember 2020 17:24
Örvar Arnarsson
Hannes rýnir í Ungverjaleikinn: Held að þetta ráðist á einu marki
Icelandair
Hannes Þorsteinn Sigurðsson.
Hannes Þorsteinn Sigurðsson.
Mynd: Örvar Jens Arnarsson
Íslenska liðið mætir því ungverska í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.
Íslenska liðið mætir því ungverska í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Búdapest. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Þessi völlur sem þeir eru búnir að byggja er einstakt mannvirki. Það er synd og skömm að hálf þjóðin sé ekki mætt hérna út. Vonandi getum við samt nýtt þennan völl og notið hans næsta sumar," segir Hannes, en Puskas Arena verður á meðal leikvalla á Evrópumótinu.

Arnór Ingvi Traustason verður ekki með íslenska liðinu í kvöld og er búist við því að Rúnar Már Sigurjónsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað.

„Fyrst og fremst sérstaklega eftir frábæra frammistöðu hjá Arnóri í síðasta verkefni, þar sem hann spilaði örugglega sinn besta landsleik síðan á EM fyrir fjórum, þá er andskoti dýrt að missa hans. Ég óska honum góðs bata," sagði Hannes en Arnór er með kórónuveiruna.

„Ef Ungverjar spila sitt venjulega kerfi, 3-5-2 (5-3-2), þá geri ég ráð fyrir því að við tökum mann inn sem nýtist vel í stöðu sem aukamaður á miðju. Ef Rúnar myndi koma inn, þá meikar það sens... Við erum með nokkra möguleika. Sama hvað finnst mér líklegt að við séum að spila 4-5-1 gegn kerfi þeirra. Hvort að Gylfi sé þá ekki frammi en færist aftar á miðjuna, þá sérstaklega í varnarleiknum."

„Með uppleggið í síðustu leikjum, þá höfum við verið að pressa hærra en við höfum verið að gera áður. Þá er spurningin hvort það hafi verið gert til að drilla inn eitthvað ákveðið gegn Ungverjum. Ég held að Hamren, Freyr og allir séu búnir að kortleggja þá ansi vel og finna veikleika. Ég held að við munum ráðast á veikleika þeirra ansi vel."

Hvernig spáir Hannes að fari í kvöld?

„Ég held í fyrsta lagi að það verði engar áhættur teknar hjá hvorugu liði; þetta verður stál í stál. Ég held að þetta ráðist á einu marki. Við kreistum fram 1-0 sigur og þar við situr. Þeir eru stressaðir Ungverjarnir og ég geri ráð fyrir því að það verði engar áhættur teknar."

„Þeir (Ungverjar) eru án þjálfara síns í leiknum, Marco Rossi greindist með Covid. Það gæti farið í báðar áttir, annað hvort mun það þétta hópinn og styrkja hann, eða það mun brjóta hann að hafa ekki þjálfarann á staðnum. Það hefur áhrif. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Ungverjar tækla þetta, hvort andlega hliðin sé nægilega sterk."

„Það getur dottið í báðar áttir og það að vera kaldur í hausnum og vera svolítið viljugur að 'grinda' fram eitthvað í dag, þar kemur hugarfarið inn. Við höfum sýnt það á síðustu árum að það eru fáir leikmannahópar sem eru sterkari heldur en íslenski hópurinn andlega. Við munum alltaf hafa yfirhöndina þar. Það er eitthvað sem segir mér að þetta verði stál í stál, ráðist á einu marki eða fari jafnvel í framlengingu og vítaspyrnukeppni."

„Það er samt yfirleitt þannig þegar ég giska að þá fer þetta í allt aðra átt. Þetta gæti þess vegna endað 5-3," sagði Hannes.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner