Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. nóvember 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marko Valdimar hættir og verður aðstoðarþjálfari
Mynd: Hönefoss
Annar skórinn er kominn á hilluna hjá Marko Valdimari Jankovic. Hann greindi frá því á Twitter í gærkvöldi. Hann er tekinn við sem aðstoðarþjálfari norska félagsins Hönefoss og verður það næstu tvö árin.

„Það er alveg óhætt að segja það að annar skórinn sé kominn á hilluna,en aldrei segja aldrei. Spennandi og krefjandi tímar framundan sem aðstoðarþjálfari Hønefoss BK næstu 2 ára," skrifaði Marko á Twitter. Hann verður Luke Torjussen til aðstoðar.

Marko er þrítugur og hefur verið hjá Hönefoss síðan 2017. Hann spilaði sextíu leiki með liðinu. Hann er uppalinn hjá Grindavík og spilaði lengi með liðinu.

Alls lék Marko 35 leiki í efstu deild á Íslandi, 73 í næstefstu deild og fimm U19 ára landsleiki á sínum ferli. Árið 2011 var hann að láni frá Grindavík hjá sænska liðinu Oskarhamns AIK. Marko er sonur Milan Stefáns Jankovic.


Athugasemdir
banner
banner
banner