Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 12. nóvember 2022 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Choupo-Moting heitur fyrir HM
Schalke 04 0 - 2 Bayern
0-1 Serge Gnabry ('38 )
0-2 Eric Choupo-Moting ('52 )

Bayern München vann síðasta leik sinn fyrir HM í Katar er það lagði Schalke að velli, 2-0. Eric Maxim Choupo-Moting skoraði annað mark Bayern, en sá hefur verið heitur fyrir framan markið á tímabilinu.

Schalke gerði heiðarlega tilraun til þess að halda hreinu í fyrri hálfleiknum. Liðið var meira að segja nálægt því að taka forystuna en Manuel Neuer bjargaði í tæka tíð.

Choupo-Moting átti þá tilraun í stöng stuttu síðar áður en Serge Gnabry braut ísinn. Jamal Musiala átti laglega hælsendingu á Gnabry sem skoraði með góðu skoti.

Það var svo strax í byrjun síðari hálfleik sem Choupo-Moting bætti við öðru. Musiala og Gnabry spiluðu vel sín á milli áður en Musiala kom honum á Choupo-Moting sem skilaði boltanum í netið. Ellefta mark hans í sextán leikjum í öllum keppnum og mætir hann því vel heitur fyrir HM í Katar.

Bayern er á toppnum með 34 stig, átta stigum meira en Leipzig sem er í öðru sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 10 1 0 41 8 +33 31
2 RB Leipzig 11 8 1 2 22 13 +9 25
3 Leverkusen 11 7 2 2 27 15 +12 23
4 Dortmund 11 6 4 1 19 10 +9 22
5 Stuttgart 11 7 1 3 20 15 +5 22
6 Eintracht Frankfurt 11 6 2 3 27 22 +5 20
7 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
8 Union Berlin 11 4 3 4 14 17 -3 15
9 Werder 11 4 3 4 15 20 -5 15
10 Köln 11 4 2 5 20 19 +1 14
11 Freiburg 11 3 4 4 15 20 -5 13
12 Gladbach 11 3 3 5 16 19 -3 12
13 Augsburg 11 3 1 7 15 24 -9 10
14 Hamburger 11 2 3 6 9 17 -8 9
15 Wolfsburg 11 2 2 7 13 21 -8 8
16 St. Pauli 11 2 1 8 9 21 -12 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 11 1 2 8 8 26 -18 5
Athugasemdir