Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   þri 12. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Coventry staðfestir umsókn frá Lampard
Mynd: EPA
Mirror greindi frá því í gærmorgun að Frank Lampard væri líklegastur til að taka við Coventry City, sem leikur í ensku Championship deildinni.

Doug King, eigandi Coventry, staðfesti í gærkvöldi að félagið væri í viðræðum við Lampard og að hann væri einn af mörgum sem kæmu til greina.

„Við höfum fengið mjög mikið af ferilskrám inn á borðið hjá okkur frá áhugasömum einstaklingum og er Frank einn af þeim. Við höfum ekki unnið neitt í því ferli en við munum hafa góðan tíma til þess í landsleikjahlénu," sagði King við Sky Sports.

„Við þurfum fyrst að velja nokkra aðila sem koma til greina og þaðan munum við finna þann sem við teljum henta best í starfi."

Mark Robins var rekinn í síðustu viku eftir tap á heimavelli gegn Derby County, en hann hafði verið við stjórnvölinn hjá Coventry í sjö ár. Rhys Carr tók við sem bráðabirgðaþjálfari og náði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sunderland í síðasta leik fyrir landsleikjahlé.

Coventry er í 17. sæti Championship deildarinnar sem stendur, með 16 stig eftir 15 umferðir.

Lampard hefur þjálfað Derby, Chelsea og Everton á þjálfaraferlinum en er búinn að vera án starfs í eitt og hálft ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner