Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jason Daði úr leik - Malacia spilaði fyrri hálfleik
Mynd: Grimsby
Mynd: Getty Images
Leikjum dagsins er lokið í enska EFL bikarnum þar sem neðrideildalið fá þátttökurétt á hverri leiktíð.

Jason Daði Svanþórsson sat allan tímann á bekknum er hann horfði á liðsfélaga sína í liði Grimsby tapa á útivelli gegn Chesterfield.

Grimsby endar á botni síns riðils, með eitt stig úr þremur leikjum, á meðan Chesterfield vinnur riðilinn með átta stig.

Lincoln City fer einnig áfram í næstu umferð eftir fimm marka stórsigur gegn U21 liði Manchester City í úrslitaleik um annað sætið.

Tyrell Malacia lék þá fyrri hálfleikinn í tapi U21 liði Manchester United gegn Huddersfield. Malacia hefur verið mikið frá vegna meiðsla en er allur að koma til.

Staðan var 1-1 í leikhlé þegar Malacia var skipt útaf en lokatölur urðu 4-1. Man Utd var í öðru sæti fyrir viðureignina en er núna dottið úr leik. Arsenal tapaði einnig 3-0 gegn Colchester.

U21 liðin í keppninni töpuðu öll útileikjum sínum í dag og fer aðeins eitt þeirra áfram í næstu umferð, eða Aston Villa sem endar með 5 stig. Aston Villa steinlá gegn botnliði Barrow í dag en kemst þrátt fyrir það áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner