Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 12. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er líklegastur til að missa starfið næst?
Það er núna landsleikjahlé, síðasta landsleikjahléið í nokkra mánuði. Það eru ellefu umferðir búnar í ensku úrvalsdeildinni og pressa farin að myndast á nokkrum stjórum.

Erik ten Hag var fyrsti stjórinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili er hann var rekinn frá Manchester United.

En hver er núna líklegastur til að vera rekinn?

Samkvæmt veðbönkum er það Russell Martin, stjóri Southampton, en hans menn eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

Svo næst koma Julen Lopetegui, stjóri West Ham, og Gary O'Neil, stjóri Wolves.

Þessir stjórar eiga svo sannarlega mikilvæga leiki fyrir höndum eftir landsleikjahlé.

Líklegastir til að missa starfið samkvæmt veðbönkum:
1. Russell Martin (Southampton)
2. Julen Lopetegui (West Ham)
3. Gary O'Neil (Wolves)
4. Oliver Glasner (Crystal Palace)
5. Steve Cooper (Leicester)
Athugasemdir
banner