Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafði aldrei heyrt um Stockport County - „Þá fór áhuginn minn hratt upp"
Mynd: Aðsend
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Brek Andrésson var í gær kynntur sem nýr leikmaður Stockport County. Enska félagið kaupir framherjann frá KR þar sem Benoný hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Stockport County er í ensku C-deildinni og situr þar í 5. sæti deildarinnar. Liðið vann D-deildina á síðasta tímabili og er stefnan sett á að fara upp í næstefstu deild á næstu árum.

Benoný endaði sem markakóngur Bestu deildarinnar í sumar, skoraði 21 mark og setti markamet. Hann er nítján ára og heldur erlendis í annað skiptið á ferlinum. Fyrra skiptið var árið 2021 þegar hann samdi við ítalska félagið Bologna. Benoný ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin til Englands.

Hafði aldrei heyrt um liðið
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta er búið að vera nokkuð stutt ferli. Ég frétti fyrst af áhuganum fyrir svona 2-3 vikum og þegar maður fær áhuga frá Englandi þá er erfitt að neita því. Ég viðurkenni það alveg að ég hafði aldrei heyrt um þetta lið en svo þegar ég fór að kynna mér þetta betur þá fór áhuginn minn hratt upp."

„Það sem heillar mig mikið við klúbbinn er umhverfið: aðstæðurnar og stuðningsfólkið, planið sem var lagt upp fyrir mig. Það var í raun allt sem heillaði mig mikið,"
segir Benoný.

Á eftir að fá atvinnuleyfi
Í tilkynningu Stockport er tekið fram að Benoný Breki eigi enn eftir að fá atvinnuleyfi. Verður það eitthvað mál?

„Það ætti ekki að vera neitt mál. Ég er búin að vera í sambandi við þá á hverjum degi núna og við erum bara að leysa þetta. Þeir eru mjög faglegir í þessu svo ég hef engar áhyggjur."

Fáránlega sterk deild
Hvernig metur Benoný .það að taka skrefið í ensku C-deildina, þriðju efstu deild, hversu öflug er þessi deild?

;,Þessi deild er barafáránlega sterk þó hún sé C-deildin. Premier League og Championship eru taldar með bestu deildum í heimi og síðan er C deildin rétt á eftir. Ég fór og horfði á leik með þeim um daginn og sá gæðin og stemninguna sem var á vellinum."

Býst ekki við því að fara beint í byrjunarliðið
Í tilkynningu Stockport tekur yfirmaður fótboltamála hjá Stockport fram að Benoný sé ungur að árum og að allir þurfi að leggja hart að sér svo hann komist á þann stað sem félagið telur hann geta komist á. Hvernig sér Benoný aðlögunarferlið fyrir sér?

„Ég býst ekki við því að fara þarna út og bara beint í byrjunarliðið. Tímabilið er í fullum gangi og þessir fyrstu mánuðir verða líklega þannig að ég kem mér hægt og rólega inn í hlutina og næ að venjast aðstæðum. Svo þegar rétti tímapunkturinn kemur þá fer ég að spila að alvöru."

Allt annað sett til hliðar
Það var fjallað um áhuga á Benoný frá Þýskalandi, Hollandi og Spáni. Hvernig voru síðustu vikur?

„Það var einhver áhugi frá öðrum löndum en um leið og við sáum Stockport koma inn í þetta og sýna þennan áhuga þá settum við allt annað til hliðar og keyrðum bara á þetta. Það hefur alltaf verið draumur að spila á Englandi og það þurfti ekki mikið til að sannfæra mig um að fara þangað. Síðustu vikur hef ég þurft að vera þolinmóður,síðan kom að því að fara út og skrifa undir og ég er mjög ánægður að hafa stokkið á þetta."

Getur ekki beðið eftir því að spila fyrsta heimaleikinn
Edgeley Park er heimavöllur Stockport County og tekur um 10 þúsund manns í sæti. Hvernig er tilhugsunin að koma inn á völlinn og spila fyrir framan fullan leikvang?

„Það verður geggjað! Eins og ég sagði áðan þá fór ég á leik með þeim um daginn og stemningin var sturluð þannig ég bara get ekki beðið," segir Benoný.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner