Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sérlega ánægjulegt að sjá einn af okkar góðu drengjum taka næsta skref"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson var tilkynntur sem nýr leikmaður Stockport County rétt í þessu og í kjölfarið birti KR færslu á samfélagsmiðlum þar sem Benoný er kvaddur.

Þar tjáir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sig um Benoný og nefnir að eftir tímabilið 2023 hefði verið nokkuð fyrirsjáanlegt að leið Benonýs myndi liggja aftur út. Hann var sterklega orðaður við Gautaborg í Svíþjóð í fyrra en ekkert varð úr þeim félagaskiptum. Hann var svo orðaður við félag í Þýskalandi, á Spáni og hollensk félög í haust en endaði hjá Stockport.

Úr tilkynningu KR:
Eins og allir KR-ingar vita þá hefur Benoný Breki verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu undanfarin tvö ár. Hann átti flott tímabil í fyrra en toppaði það í ár með því að slá markamet Íslandsmótsins með 21 mörk skoruð. Benoný Breki er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar og verður gaman að fylgjast með honum á nýju sviði eftir áramót.

„Það er auðvelt að samgleðjast Benóný Breka. Þrátt fyrir að hafa alið manninn að mestu utan 107 er hann KR-ingur og af góðu KR kyni. Sérlega ánægulegt að sjá einn af okkar góðu drengjum taka næsta skref. Það var nokkuð fyrirsjáanlegt eftir hans fyrra tímabil að leiðin myndi liggja aftur út og eftir frábært tímabil nú í sumar var eina spurningin hvar hann myndi enda. Við óskum okkar manni góðs gengis á nýjum vettvangi og á sama tíma þökkum við fyrir frábært framlag til félagsins. Sérlega ánægjulegt að markametið skuli vera svarthvítt," segir Páll Kristjánsson.

Takk fyrir skemmtunina Benoný Breki og gangi þér sem allra best. Einu sinni KR-ingur - alltaf KR-ingur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner