Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   mið 11. desember 2024 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benoný Breki til Stockport (Staðfest)
Benoný mættur til Stockport.
Benoný mættur til Stockport.
Mynd: Aðsend
Enska félagið Stockport County hefur staðfest kaup á Benoný Breka Andréssyni frá KR. Benoný skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við Stockport. Kaupverðið er óuppgefið.

Benoný er 19 ára og var í sumar markakóngur Bestu deildarinnar þegar hann skoraði 21 mark í 26 leikjum og setti markamet í Bestu deildinni.

Hann er uppalinn hjá Gróttu og Breiðabliki, var fenginn til Bologna árið 2021 þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri heim og samdi við KR. Hann skoraði níu mörk tímabilið 2023 og ríflega tvöfaldaði þann markafjölda í sumar. Benoný er U21 landsliðsmaður og opnaði markareikninginn sinn þar í síðasta mánuði.

Benoný þarf að fá atvinnuleyfi og svo munu félagaskiptin formlega ganga í gegn þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar þann 1. janúar.

Stockport County er í ensku C-deildinni, League One, og situr þar í 5. sæti, sjö stigum frá Wycombe og Wrexham sem eru á toppnum. Stockport vann League Two á síðasta tímabili.

Stockport er þá komið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup, og mætir þar Crystal Palace á útivelli. Besti leikmaður Stockport á þessu tímabili hefur verið Louie Barry en hann er á láni hjá félaginu frá Aston Villa. Hann er markahæsti leikmaður C-deildarinnar með 14 mörk.

Stockport er á Greater Manchester svæðinu, í mikilli nálægð við Manchester borg.

Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Cardiff City 26 17 4 5 45 26 +19 55
2 Lincoln City 27 15 7 5 44 29 +15 52
3 Bradford 25 13 7 5 35 27 +8 46
4 Stockport 26 13 6 7 37 32 +5 45
5 Bolton 27 11 10 6 33 25 +8 43
6 Huddersfield 27 11 6 10 46 38 +8 39
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Luton 26 11 6 9 37 32 +5 39
8 Stevenage 25 10 8 7 27 23 +4 38
9 Wycombe 26 9 9 8 34 29 +5 36
10 Mansfield Town 24 10 5 9 34 28 +6 35
11 Reading 25 9 8 8 33 31 +2 35
12 Peterboro 26 11 2 13 33 35 -2 35
13 Exeter 25 10 3 12 28 23 +5 33
14 Plymouth 26 10 3 13 33 39 -6 33
15 Barnsley 22 9 5 8 35 34 +1 32
16 Leyton Orient 26 9 5 12 39 43 -4 32
17 Wimbledon 25 9 4 12 27 34 -7 31
18 Wigan 25 7 9 9 26 28 -2 30
19 Burton 26 8 6 12 27 37 -10 30
20 Blackpool 26 8 5 13 32 39 -7 29
21 Northampton 25 8 5 12 23 30 -7 29
22 Doncaster Rovers 25 7 5 13 25 41 -16 26
23 Rotherham 25 6 6 13 24 38 -14 24
24 Port Vale 24 4 6 14 18 34 -16 18
Athugasemdir
banner