ÍA hefur lagt fram tilboð í Elmar Kára Enesson Cogic en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði Afturelding því tilboði samstundis. Albert Brynjar Ingason sagði frá tilboðinu í Dr. Football þætti dagsins.
Elmar Cogic er 23 ára kantmaður sem skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 22 leikjum í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa skorað sautján mörk í Lengjudeildinni 2023 og ellefu mörk á síðasta tímabili.
Elmar Cogic er 23 ára kantmaður sem skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 22 leikjum í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa skorað sautján mörk í Lengjudeildinni 2023 og ellefu mörk á síðasta tímabili.
Meiðsli komu í veg fyrir að leikirnir hjá Elmari voru ekki fleiri í sumar, hann kom beint úr meiðslum inn í tímabil og meiddist í tvígang yfir sumarið.
Elmar hefur líka verið orðaður við Víking. Samningur hans rennur út eftir næsta tímabil.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ÍA einnig augastað á Bjarti Bjarma Barkarsyni hjá Aftureldingu. Afturelding féll úr Bestu deildinni í haust, en ÍA endaði í 8. sæti deildarinnar.
Athugasemdir




