Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 13. janúar 2024 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birnir Snær staðfestir sjálfur samkomulag
Birnir Snær Ingason.
Birnir Snær Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason, besti leikmaður Bestu deildarinnar 2023, er að ganga í raðir Halmstad í Svíþjóð. Hann staðfestir sjálfur í samtali við Fótbolta.net að hann sé að ganga í raðir félagsins og það sé samkomulag í höfn á milli sín og félagsins.

Birnir, sem er 27 ára, átti frábært tímabil í fyrra og hjálpaði Víkingi að vinna tvennuna. Hann var í kjölfarið valinn í A-landsliðið og gæti leikið sinn fyrsta landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Gvatemala í Flórída í Bandaríkjunum.

Birnir segist fyrst hafa frétt af áhuga frá Halmstad fyrir tveimur vikum síðan og hann býst sjálfur við því að þetta skýrist eftir landsliðsferðina sem hann er í núna.

„Þetta er lið í efstu deild og ég er mjög spenntur fyrir þessu," segir Birnir í samtali við Fótbolta.net.

„Það er komið samkomulag. Þetta ætti að skýrast alveg eftir ferð. Það er eitthvað smá eftir."

Hann segir að það verði gríðarlega erfitt að kveðja Víking. „Það verður helvíti erfitt að kveðja Víking. Ferillinn minn fór eiginlega bara á flug eftir að ég fór í Víking. Ég átti samt líka geggjaðan tíma í öðrum félögum sem ég hef verið í."

Lengra viðtal við Birni birtist eftir skamma stund.
Athugasemdir
banner
banner
banner