Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óviss með það hvort Rashford spili aftur fyrir Man Utd
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, kveðst óviss með það hvort Marcus Rashford muni spila aftur fyrir Manchester United.

Rashford virðist ekki vera inn í myndinni hjá Amorim en hann hefur verið inn og út úr hópnum frá því Portúgalinn tók við liðinu.

Rashford hefur sjálfur talað um að hann vilji fá nýja áskorun á sínum ferli.

„Hann er fulltrúi þessa félags og elskar þetta félag, en ég þarf að taka ákvarðanir. Svona er þetta bara," sagði Amorim eftir sigur gegn Arsenal í gær. Þar var Rashford ekki með.

Aðspurður að því hvort Rashford hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Man Utd, þá sagði Amorim:

„Ég veit það ekki, sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner
banner