Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 13. febrúar 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enzo Fernandez harðneitar orðrómum - „Falsfréttir"
Mynd: EPA

Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea segir að sögusagnir um að hann vilji fara frá félaginu séu kolrangar.


Þessi 23 ára gamli argentíski landsliðsmaður gekk til liðs við Chelsea frá Benfica fyrir rúmlega 100 milljónir punda fyrir ári síðan en hann hefur verið heitur að undanförnu.

Eftir að sögurnar fóru á kreik hefur hann skorað gegn Aston Villa í enska bikarnum og þá skoraði hann í 3-1 sigri á Crystal Palace í gær.

Hann ræddi við ESPN í Argentínu og staðfesti að hann sé ánægður hjá Chelsea.

„Ég er ánægður hjá Chelsea, við viljum spila í Meistaradeildinni næst. Ég veit ekki hvaðan þessi orðrómur kom. Ég harðneita þessu, þetta eru falsfréttir," sagði Fernandez.


Athugasemdir
banner
banner