Enzo Fernandez er alls ekki á förum frá Chelsea en þessi 23 ára gamli miðjumaður fullvissaði stuðningsmennina um það í kvöld.
Chelsea er að vinna Aston Villa 3-0 í enska bikarnum en Fernandez skoraði þriðja markið beint úr aukaspyrnu.
Sögusagnir hafa verið á kreik um að hann sé ósáttur og vilji fara frá félaginu aðeins ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Benfica.
Hann fagnaði markinu af mikilli innlifun, reif sig úr treyjunni, benti á nafnið sitt og var með látbragð sem má lesa í að hann sé staðráðinn í að vera áfram hjá liðinu.
ENZO FERNANDEZ THAT IS OUT OF THIS ????
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 7, 2024
The @ChelseaFC midfielder hits a sublime free-kick into the top bins ????#EmiratesFACup pic.twitter.com/wBG78QVXe8
Athugasemdir