Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   mið 13. mars 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Dagatal landsliðsins - Verður Ísland með EM farseðil eftir tvær vikur?
Icelandair
Íslenska landsliðið flýgur til Búdapest á næstu dögum.
Íslenska landsliðið flýgur til Búdapest á næstu dögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Fótbolti.net verður með að sjálfsögðu með fréttamenn og ljósmyndara í Búdapest en hér má sjá hvernig dagskráin er hjá landsliðinu í grófum dráttum. Ef allt fer að óskum verður Ísland með farseðil á EM eftir tvær vikur.

Föstudagurinn 15. mars
Landsliðshópurinn opinberaður og Age Hareide svarar spurningum fjölmiðlamanna.

Mánudagurinn 18. mars
Allur hópurinn verður kominn saman til æfinga í Búdapest þar sem leikurinn verður spilaður. Vegna stríðsins er spilað á hlutlausum velli en Ísrael hefði átt heimaleikjarétt.

Miðvikudagurinn 20. mars
Ísland æfir á keppnisvellinum, Szusza Ferenc Stadion sem er heimavöllur Újpest.

LEIKDAGUR - Fimmtudagurinn 21. mars
19:45 Ísrael - Ísland.

EF ÍSLAND TAPAR GEGN ÍSRAEL: EM draumurinn verður þá að engu og liðið mun leika vináttulandsleik gegn tapliðinu í viðureign Bosníu og Úkraínu.

EF ÍSLAND VINNUR ÍSRAEL: Tryggir liðið sér sæti í hreinum úrslitaleik gegn sigurliðinu í viðureign Bosníu og Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi. Þá verður áframhaldandi dagskrá svona:

Sunnudagurinn 24. mars
Ferðadagur. Ísland mun æfa áfram í Búdapest á föstudeginum og laugardeginum en ferðast svo yfir á keppnisstað á sunnudeginum. Ef leikið verður gegn Úkraínu verður spilað í Wroclaw í Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu) en gegn Bosníu í Sarajevo.

Mánudagurinn 25. mars
Ísland æfir á keppnisvellinum.

LEIKDAGUR - Þriðjudagurinn 26. mars
19:45 Hreinn úrslitaleikur um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner