Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fim 13. mars 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Ofurtölvan hefur spáð nýjum sigurvegara eftir að Liverpool féll úr leik
Mun Barcelona vinna Meistaradeildina?
Mun Barcelona vinna Meistaradeildina?
Mynd: EPA
Ofurtölva Opta segir að Barcelona sé nú líklegast til að standa uppi sem sigurvegari í Meistaradeildinni.

Ofurtölvan mat Liverpool sigurstranglegast áður en liðið féll úr leik gegn Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitunum.

Það eru 20.4% líkur á því að Barcelona vinni keppnina en PSG er rétt á eftir í öðru sæti með 19,3% og Arsenal í þriðja með 16,8%.

Athygli vekur að raðsigurvegararnir í Real Madrid eru aðeins í fimmta sæti, á eftir Inter sem er í fjórða sæti.

8-liða úrslitin
Paris St-Germain - Aston Villa
Real Madrid - Arsenal
Inter Milan - Bayern Munich
Borussia Dortmund - Barcelona

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram 8. og 9. apríl og seinni leikirnir 15. og 16. apríl.
Athugasemdir
banner
banner