Hefur mögulega átt skilið fleiri tækifæri
Eyþór Aron Wöhler var ekki í leikmannahópi Breiðabliks gegn Vestra í dag og er hann sterklega orðaður við KR.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Eyþór í viðtali eftir leik.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Eyþór í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Vestri
„Ég veit ekki hvað hefur gerst á meðan leik stóð en ég hugsa að það verða einhverjar fréttir af Eyþóri seinna í dag."
Hefur þú einhverja skoðun á því hvert hann fer?
„Nei, í rauninni ekki. Eyþór er bara frábær leikmaður, ekki týpískur Blikaleikmaður. Hann hefur gefið okkur annað sem er mjög dýrmætt, gefið okkur mikið og hefur mögulega átt skilið fleiri tækifæri, en hann er virkilega góður leikmaður og frábær karakter. Ég óska honum alls hins besta á hans ferli."
Samningur Eyþórs við Breiðablik rennur út í lok tímabils. Er Eyþór að yfirgefa Breiðablik fyrir fullt og allt?
„Sennilega er hann að fara (keyptur í burtu)."
Ánægður með það hvernig var að vinna með honum?
„Ekki spurning, hann er frábær æfingamaður, leggur sig alltaf fram og er góður á æfingum. Það fer mikið fyrir honum í klefanum eins og hinum Mosfellingunum - á góðan hátt. Ef allt fer eins og það leit út allavega í morgun þá óskum við honum alls hins besta og hans verður saknað í Breiðabliki," sagði Dóri. Viðtalið við Dóra verður birt í heild sinni seinna í dag.
Eyþór kom í Breiðablik frá ÍA eftir tímabilið 2022 en náði aldrei að vinna sér inn fast sæti í liðinu. Hann var á láni hjá HK fyrri hluta síðasta tímabils.
Athugasemdir