Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 13. apríl 2024 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyþór Wöhler ekki í hóp hjá Blikum
Fór í tæklingu gegn FH.
Fór í tæklingu gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler er ekki í leikmannahópi Breiðabliks sem mætir Vestra í Bestu deildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Eyþór var á bekknum gegn FH og lék síðasta stundarfjórðunginn eða svo.

Í vikunni hefur hann verið orðaður í burtu frá félaginu. Hann verður samningslaus í haust og hefur heyrst að hann gæti annað hvort verið lánaður eða hreinlega seldur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

ÍA, Fylkir og KR eru þau félög sem hafa verið orðuð við hann en möguleiki er á því að fleiri félög í Bestu deildinni hafi áhuga og jafnvel lið sem ætla sér upp úr Lengjudeildinni.

Eyþór er U21 landsliðsmaður sem kom til Breiðabliks frá ÍA eftir tímabilið 2022. Hann er uppalinn í Aftureldingu. Fyrri hluta síðasta tímabils var hann á láni hjá HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner