Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að reyna við Rabiot
Mynd: EPA
Manchester United ætlar að gera heiðarlega tilraun til þess að sannfæra franska miðjumanninn Adrien Rabiot um að koma til félagsins í sumar. Þetta kemur fram í Calciomercato.

Rabio er 29 ára gamall og er að renna út á samninig hjá Juventus en greint var frá því á dögunum að samningaviðræðurnar væru að renna út í sandinn.

Samkvæmt Calciomercato er Juventus að hætt að eltast við Rabiot og er sagt að það sé reiðubúið að leyfa honum að fara í sumar.

Manchester United hafði áhuga á að fá Rabiot síðasta sumar en Frakkinn ákvað að vera áfram hjá Juventus.

Enska félagið ætlar nú að reyna aftur við miðjumanninn, sem er í lykilhlutverki hjá Juventus.

United er ekki eina félagið sem er að horfa til hans en Newcastle United er einnig áhugasamt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner