Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 12:07
Aksentije Milisic
Pochettino: Ég þarf að vera jákvæðari
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, tjáði sig um vonbrigðin í síðasta leik þegar Chelsea missteig sig gegn botnliði Sheffield United á útivelli.

Chelsea var með leikinn í sínum höndum en nýliðarnir náðu að bjarga stigi undir restina sem reyndust sanngjörn úrslit.


„Ég þarf að passa mig betur hvað ég segi eftir leiki. Það er staðreynd að við erum með ungt lið en ég þarf líka að aðlagast,"  sagði Argentínumaðurinn.

„Við þurfum að vera jákvæðari og sætta okkur við raunveruleikann. Stundum þarf ég að vera jákvæðari af því við erum með góðan leikmannahóp og við þurfum að styðja við þá. Það er ekki sanngjart að dæma leikmennina eins og er, við erum með marga leikmenn meidda."

„Það er erfitt þegar það eru margir leikmenn í meiðslum en það er ekki afsökun. Ég vil ekki tala um afsakanir, ég vil vera jákvæður. Þetta er gott tækifæri fyrir strákana að sýna hvað þeir geta."

Chelsea mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið næstkomandi.Athugasemdir
banner
banner
banner