
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Völsungs, hóf meistaraflokksferil sinn fyrir 23 árum og hann mun taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti.net ræddi við hann eftir sigur Völsungs gegn Tindastól í Mjólkurbikarnum í gær. Steinþór er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður og skoraði úr síðasta vítinu í vítaspyrnukeppninni.
„Það er alltaf gaman að spila og miðað við í fyrra er ég allavega tiltækur," sagði Steinþór.
Steinþór var valinn næstbesti maður vallarins í gær. Steinþór er leið í sitt annað tímabil með Völsungi en hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deild í fyrra.
„Gjörbreytti leik Völsungs þegar hann kom inná og var allt í öllu í sóknarleik gestanna," skrifaði Einar Már Þórólfsson um Steinþór í skýrslu leiksins.
Athugasemdir