Manchester United steinlá gegn Newcastle í úrvalsdeildinni í kvöld en liðið situr í 14. sæti og hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð í deildinni.
Ruben Amorim var spurður að því hvað hafi farið úrskeðis í kvöld.
Ruben Amorim var spurður að því hvað hafi farið úrskeðis í kvöld.
„Það var sitt lítið af hverju. Það er erfitt að benda á eitthvað eitt. Það er erefitt að vinna gegn þessum toppliðum eins og Newcastle. Þegar við gerum mistök til að hjálpa þeim er þetta enn erfiðara. Einbeitum okkur að fimmtudeginum," sagði Amorim.
United mætir Lyon í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Frakklandi síðasta fimmtudag. United liðið hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu.
„Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa. Fólk getur sagt það sem það vill, ég vil ekki verja sjálfan mig. Það er mjög mikilvægur leeikur á fimmtudaginn, að tapa leikjum er langerfiðasti parturinn af þessu starfi," sagði Amorim.
Athugasemdir