Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom Barcelona til bjargar á ögurstundu - „Eins og að skora mark"
Mynd: EPA
Barcelona vann nauman sigur á Leganes í gær en eina mark leiksins var sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Raphinha. Barcelona er með sjö stiga forystu á Real Madrid í deildinni.

Varnarmaðurinn Inigo Martinez kom liðinu til bjargar á ögurstundu þegar hann náði boltanum af Munir El Haddadi, fyrrum leikmanni Barcelona, á magnaðan hátt á annarri mínútu uppbótatíma.

„Fyrir mér er þetta eins og að skora mark, jafnvel betra. Maður kom í veg fyrir mark eða mögulegt mark," sagði Martinez.

„Það veitir mér mikla ánægju að hjálpa svona. Nú er tími til að einbeita okkur að Meistaradeildinni."

Barcelona mætir Dortmund í Þýskalandi á þriðjudaginn í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, Barcelona er með 4-0 forystu eftir sigur á heimavelli.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 31 22 4 5 84 29 +55 70
2 Real Madrid 31 20 6 5 64 31 +33 66
3 Atletico Madrid 31 18 9 4 53 26 +27 63
4 Athletic 31 15 12 4 49 25 +24 57
5 Villarreal 30 14 9 7 53 40 +13 51
6 Betis 31 13 9 9 42 39 +3 48
7 Celta 31 12 7 12 44 45 -1 43
8 Mallorca 31 12 7 12 31 37 -6 43
9 Real Sociedad 31 12 5 14 30 34 -4 41
10 Vallecano 31 10 10 11 34 38 -4 40
11 Getafe 31 10 9 12 31 28 +3 39
12 Osasuna 31 8 14 9 36 44 -8 38
13 Valencia 31 9 10 12 35 47 -12 37
14 Sevilla 31 9 9 13 34 42 -8 36
15 Espanyol 30 9 8 13 33 40 -7 35
16 Girona 31 9 7 15 38 48 -10 34
17 Alaves 31 7 9 15 33 45 -12 30
18 Las Palmas 31 7 8 16 37 52 -15 29
19 Leganes 31 6 10 15 29 48 -19 28
20 Valladolid 31 4 4 23 21 73 -52 16
Athugasemdir
banner
banner