Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   lau 12. apríl 2025 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Barcelona með sjö stiga forystu - Tap hjá Sociedad
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson byrjaði á bekknum þegar Real Sociedad fékk Mallorca í heimsókn í spænsku deildinni í dag.

Mallorca var með 1-0 forystu í hálfleik og Sergi Darder bætti öðru markinu við eftir rúmlega mínútuleik í seinni hálfleik.

Orri Steinn kom inn á 56. mínútu en hann komst ekki í takt við leikinn.

Barcelona er með sjö stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar eftir nauman sigur á Leganes. Jorge Saenz varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Raphinha.

Las Palmas vann kærkominn sigur en þetta var fyrsti sigur liðsins á árinu. Liðið hafði ekki unnið í 12 leikjum í röð. Þá vann Espanyol gegn Celta Vigo.

Getafe 1 - 3 Las Palmas
1-0 Omar Alderete ('19 )
1-1 Fabio Silva ('53 )
1-2 Oli McBurnie ('61 )
1-3 Fabio Silva ('74 )
Rautt spjald: Diego Rico, Getafe ('33)

Leganes 0 - 1 Barcelona
0-1 Jorge Saenz ('48 , sjálfsmark)

Real Sociedad 0 - 2 Mallorca
0-1 Cyle Larin ('20 )
0-2 Sergi Darder ('47 )

Celta 0 - 2 Espanyol
0-1 Roberto Fernandez ('28 )
0-2 Roberto Fernandez ('63 )
Athugasemdir