Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 13. apríl 2025 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að taka ekki sigurinn en var ánægður með fyrsta stig þeirra í efstu deild eftir að þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við vildum meira í dag. Við vorum fínir varnarlega, fínt að ná að halda hreinu en við þurfum að vera skarpari sóknarlega og skapa okkur meir, og gera meira á síðasta þriðjung."

Eins og við má búast í 0-0 jafntefli var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska í dag. Afturelding hefur oft spilað góðan sóknarleik og það er gír sem þeir þurfa að komast í aftur.

„Við þurfum að vera aðeins hugrakkari. Við höfum skorað mikið af mörgum undanfarin ár, og í vetur, í aðdraganda þessa móts. Við erum vanir því að skapa okkur og skora. Þannig við þurfum að finna það, fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn og vera aðeins hugrakkari, vera grimmari þegari við erum að sækja. Það er bara eitthvað sem við munum fara yfir á æfingasvæðinu á næstu dögum, hvernig við getum búið til fleiri færi og skorað fleiri mörk."

Elmar Kári er búinn að vera í meiðslavandræðum en kom inná í dag. Hann er lykilmaður í liðinu og Afturelding þarf á honum að halda í byrjunarliðinu.

„Elmar kom flottur inná í dag og hann fer bara vaxandi. Hann lenti í erfiðum meiðslum sem hann er búinn að vera duglegur í að vinna sig upp úr. Hann er kominn á fleygiferð núna, byrjaður að æfa á fullu og kom inná í fyrsta leiknum, svo aftur í dag. Hann er vaxandi og verður bara betri eftir því sem líður á mótið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner