Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
Jökull um bróður sinn: Djöfulsins skepna
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Heimir: Leikmenn í mínu liði sem eru ekki klárir í það
„Sýnt hver hann er að hafa komið hingað og þorað að fara í alvöruna"
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Konni eftir tap Tindastóls: Spiluðum frábæran bolta
   sun 13. apríl 2025 20:07
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Þurfum að vera grimmari þegar við erum að sækja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að taka ekki sigurinn en var ánægður með fyrsta stig þeirra í efstu deild eftir að þeir gerðu 0-0 jafntefli við ÍBV.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  0 ÍBV

„Við vildum meira í dag. Við vorum fínir varnarlega, fínt að ná að halda hreinu en við þurfum að vera skarpari sóknarlega og skapa okkur meir, og gera meira á síðasta þriðjung."

Eins og við má búast í 0-0 jafntefli var sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska í dag. Afturelding hefur oft spilað góðan sóknarleik og það er gír sem þeir þurfa að komast í aftur.

„Við þurfum að vera aðeins hugrakkari. Við höfum skorað mikið af mörgum undanfarin ár, og í vetur, í aðdraganda þessa móts. Við erum vanir því að skapa okkur og skora. Þannig við þurfum að finna það, fá aðeins meira flæði í sóknarleikinn og vera aðeins hugrakkari, vera grimmari þegari við erum að sækja. Það er bara eitthvað sem við munum fara yfir á æfingasvæðinu á næstu dögum, hvernig við getum búið til fleiri færi og skorað fleiri mörk."

Elmar Kári er búinn að vera í meiðslavandræðum en kom inná í dag. Hann er lykilmaður í liðinu og Afturelding þarf á honum að halda í byrjunarliðinu.

„Elmar kom flottur inná í dag og hann fer bara vaxandi. Hann lenti í erfiðum meiðslum sem hann er búinn að vera duglegur í að vinna sig upp úr. Hann er kominn á fleygiferð núna, byrjaður að æfa á fullu og kom inná í fyrsta leiknum, svo aftur í dag. Hann er vaxandi og verður bara betri eftir því sem líður á mótið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner