banner
   mið 13. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Ronaldo, Tevez og Rooney betri en Salah, Firmino og Mane
Ronaldo, Rooney og Tevez er besta tríó í sögu úrvalsdeildarinnar skv. Gary Neville.
Ronaldo, Rooney og Tevez er besta tríó í sögu úrvalsdeildarinnar skv. Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Sóknartríó Liverpool, skipað af þeim Sadio Mane, Mo Salah og Robrto Firmino, er eitt það allra hættulegasta í heiminum fyrir varnarlínu andstæðinga þess. Síðasta vor urðu Salah og Mane jafnmarkahæstir í ensku úrvalsdeildinni í fyrra ásamt framherja Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sparkspekingur, er á því að þetta tríó sé gott en hann hafi upplifað betra á sínum ferli.

Hann segir að enginn standist framherjatríói United tímabilið 2007-08 snúninginn í sögu úrvalsdeildarinnar.

Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney og Carlos Tevez eru þeir þrír sem Neville talar um þegar hann nefnir besta tríó í sögu úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 07-08 skoruðu þremenningarnir 79 mörk og lögðu upp 29.

„Það framherjatríó var hrífandi," sagði Neville um fyrrum liðsfélaga sína. „Ekki einungis vegna gæðanna heldur voru þeir mjög ákveðnir."

„Ronaldo var öðruvísi á vellinum því hann var ekki að elta menn uppi og berjast. Hann var rosalegur þegar kom að frammistöðu sinni á meðan Rooney og Tevez börðust eins og stríðsmenn - en voru einnig með ótrúleg gæði með."

„Þegar við ræðum tríó í úrvalsdeildinni þá er ekkert sem stenst þessum snúning í sögunni. Það er hægt að tala um Mane, Salah og Firmino, ég elska þá og á sama tíma Sane, Sterling og Aguero en á hátindinum þá voru Tevez, Rooney og Ronaldo ekki frá þessum heimi gæðalega."

Athugasemdir
banner
banner
banner