Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 13. maí 2021 22:05
Baldvin Már Borgarsson
Kári Árna: Við Sölvi hræddir um minnisleysi 45 ára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var stórkostlegur í vörn Víkinga í 3-2 sigri liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld þegar Víkingar heimsóttu Samsungvöllinn og sóttu 3 stig.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara hörkuleikur, örugglega gaman að horfa á þetta. Allavega skemmtilegra en að horfa á leikinn uppá Skipaskaga í 13 vindstigum og lágri sól.'' Sagði Kári kampakátur.

„Þetta var bara alvöru fótboltaleikur, það var jafnræði með liðunum en mér fannst við alveg eiga skilið að vinna þetta á endanum.''

Kári skallaði allnokkra bolta frá í leiknum, spurning hvort hann hafi engar áhyggjur af höfuðverk.

„Við Sölvi erum búnir að tala um það í mörg ár að við séum hræddir um minnisleysi þegar við erum orðnir 45 ára, við ætluðum að reyna að minnka þetta, en maður verður víst að skalla þetta í burtu þegar þetta kemur.''

Víkingar missa Sölva útaf eftir 12 mínútur, fannst Kára það riðla leikskipulagi Víkinga og hafa áhrif á taktíkina?

„Þetta var svolítið óþægilegt, Kalli er bakvörður að upplagi og hann er alltíeinu kominn í miðvörð, þá verður þetta svona svolítið skrítið í staðinn fyrir að vera með þrjá reynda hafsenta í þessu, jú ég get alveg fallist á það að þetta varð þægilegra í seinni hálfleik þegar við vorum komnir í fjögurra manna, við vorum mannaðir í það að vera með fjögurra manna línu.''

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan en þar fer Kári nánar út í leikinn, tímabilið til þessa og fleira.
Athugasemdir
banner